top of page
net%2520%25C3%25B6ryggi_edited_edited.pn
TÆKNIÞRÓUN - ÖRYGGISMÁL

TÖLVU- OG NETGLÆPIR

Tæknin hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár sem áður var erfitt að ímynda sér að væru mögulegar. Flestir ættu þó að vera sammála því að þessar breytingar hafa bætt líf okkar á margan hátt. Má þar nefna nýtingu snjalltækja og gervigreindar ásamt mörgum tækjum sem í auknum mæli hafa orðið nettengd. Upplýsingamiðlun og samskipti fyrirtækja við viðskiptavini sína hafa ekki farið varhluta af því.

Í nútímasamfélagi verða einstaklingar sífellt virkari þátttakendur í hinum stafræna heimi, verðmæti upplýsinga eykst og möguleikum fjölgar til að nýta þær innan hins frjálsa hagkerfis. Hins vegar er það svo að margir sækjast eftir verðmætum þegar þau eru annars vegar. Með þessari miklu tækniþróun koma áður ófyrirséðar áskoranir og þrátt fyrir margt jákvætt þá hafa þessar breytingar líka skapað tækifæri fyrir óprúttna aðila til að fremja glæpi, búa til ný verkfæri til að afla tekna, selja varning með ólögmætum hætti og fremja eignaspjöll.

Tölvu- og netglæpir eru tiltölulega nýtt afsprengi tæknibyltingarinnar sem samtvinnast með tilkomu Internetsins, þróun samfélagsmiðla og háværari kröfu borgara, fyrirtækja, fjárhagsstofnana og ríkisstjórna um  nánari stjórnmálalegri og menningarlegri samgang sem skarast á við sýnileg landamæri. Nettæknin þróast hratt og færir notendum þess áður óþekktar breytingar í boðskiptum og notkunarmöguleikum. Jafnframt fylgja henni ákveðnar áhættur, vaxtaverkir sem stafa af því hversu miklir möguleikar felast í notkun á nettengdum tækjum í ólöglegum tilgangi. Þetta endurspeglast einnig í seinvirkri lagaumgjörð sem reynir að búa til ramma utan um hið nýja umhverfi mannlegs athæfis.

NETÖRYGGI

TAKTU ÖLLU MEÐ FYRIRVARA

TREYSTU ENGU
TRÚÐU ENGU
KANNAÐU ALLT

VEIÐIPÓSTAR

AUÐKENNIS
ÞJÓFNAÐUR

GAGNGÍSLA-
TAKA

VÍRUSAR

FYRIR FREKARI FRÓÐLEIK OG UPPLÝSINGAR
ER HÆGT AÐ SMELLA Á
PDF SKJALIÐ HÉR AÐ OFAN TIL AÐ NÁLGAST ÁHÆTTU- OG ÓGNARMAT RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA (2016) ER VARÐAR TÖLVU- OG NETGLÆPI.

TÆKNIÞRÓUN - ÖRYGGISMÁL

FLOKKUN TÖLVU- OG NETBROTA.

Tölvu- og netglæpir skiptast í sjö flokka samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra (2016) um tölvu- og netglæpi:

1

ÞJÓFNAÐUR Á PERSÓNUAUÐKENNUM

2

FJÁRSVIK OG TILRAUNIR TIL BLEKKINGA Í HAGRÆÐINGARSKYNI

3

OFBELDI GEGN BÖRNUM Á INTERNETINU

4

TÖLVUINNBROT - "TÖLVUHAKKARAR", AÐGERÐARHÓPAR, DULKÓÐUN Á GÖGNUM.

5

TÖLVUÁRÁSIR - DREIFÐAR NETÁRÁSIR/NEITUN Á ÞJÓNUSTU (e. DDoS), RUSLPÓSTUR, SKEMMDARVERK, AFSKRÆMINGAR VEFSÍÐNA

6

ÁRÁSIR Á SAMFÉLAGSINNVIÐI OG MIKILVÆGUSTU STOFNANIR MEÐ NOTKUN SPILLIFORRITA OG VÍRUSA.

7

NJÓSNIR OG/EÐA STULDUR Á HUGVERKARÉTTINDUM.

Eins og sjá má á þessari flokkun tölvu- og netafbrota hér að ofan er háttsemin margvísleg en það sem sameinar flokkaskiptinguna er notkun á einu eða fleiri stafrænu upplýsinga- og miðlunarkerfi gagnvart öðru eða öðrum. Óskilgetið afkvæmi þessara tölvutækni eru nýjir brotaflokkar, ósýnilegir eða illrekjanlegir afbrotamenn,  óljós brotavettvangur með flókinni sviðsmynd. Í þessu samhengi getur til dæmis afbrotamaður verið staðsettur í einni lagaumgjörð en framið afbrot getur átt sér stað í öðru ríki, sem tilheyrir annarri lögsögu. Þetta flækjustig hefur verið nefnd lögsöguvandinn. Þar að auki hefur þriðji liðurinn í ofangreindri flokkun tölvu- og netafbrota brotist fram á sjónarsviðið fyrir tilstilli tölvutækninnar, ofbeldi gegn börnum á Internetinu. 

 

Auk þessa brotaflokka hefur tölvutæknin verið nýtt við að finna nýjar aðferðir til að koma fíkniefnum í sölu og dreifingu, farvegur hótana með fjárhagslegum tilgangi, griðastaður fjársvika- og  greiðslukortaþjófnaðar, hugverkastuldar og samstarfsvettvangur þar sem brotamenn eiga samskipti sín á milli.     

bottom of page